IMG_7268.JPG
 

Um Venus

Venus er heilunar- og jurtasetur sem býður upp á höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun, námskeið og vinnustofur um jurtir og náttúrulækningar, þjóðleg fræði og dulspeki.

 

Mig hefur lengi dreymt um að skapa heilunar- og jurtasetur, að halda rými til að taka á móti fólki og gefa til baka þær gjafir sem ég hef notið í lífinu. Ég hef menntað mig í því sem nærir sál mína, ég hef kynnst fólki sem vakti mig til dýpri vitundar, ég hef upplifað visku sem býr í jurtum, í steinum og eigin líkama. Mig langar að miðla þeirri visku til þín.

Nafnið er fengið frá plánetu sem er ráðandi afl í mínu eigin stjörnukorti og hefur leitt mig í gegnum kvikar breytingar. Venus stendur fyrir hina skapandi, umvefjandi ástargyðju - sem heilunarorkan er og setrið hefur að leiðarljósi.

Ég býð þér á bekkinn minn, að vera hluti af samfélagi Venusar á netinu, og á námskeið og vinnustofur þegar þær spretta fram. Ég hlakka til að sjá þig og tengjast.

Elsa

eg1.jpg
170780200_836653073597482_26394096543128

Menntun og reynsla

Síðustu ár hef ég lært höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun, tekið námskeið á heilsunuddbraut FÁ og er að ljúka námi í grasalækningum vorið 2021. Auk þess má nefna áhugaverð námskeið eins og reiki heilun stig I, II og III, gongkennslu, öndunarnámskeið, yoga, hugleiðslu og fleira. Ég hef lagt stund á stjörnuspeki og notast við tarot spil frá unga aldri og hef setið í þróunarhópum. Ég hef ástríðu fyrir að læra ný sjónarhorn á tilveruna og skilja betur mannlegan reynsluheim.

Ég er þjóðfræðingur og kennari að mennt. Ég kenndi þjóðfræði í rúman áratug við Háskóla Íslands, fyrst sem stundakennari og síðar aðjúnkt til ársins 2020. Á þeim tíma tók ég þátt í rannsóknum og öðrum fræðastörfum. Námskeiðin tengdust einna helst aðferðafræði, söfnun og varðveislu þjóðfræðiefnis, ýmis námskeið um menningu, sögu og samfélag en einnig námskeið um alþýðulækningar og grasafræði sem var byggt á eigin meistaraverkefni. Ég hef einnig verið leiðbeinandi BA ritgerða.

Menntun

Grasalækningar - Advanced, Herbal Academy - 2021

Höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð CST1, CST2, SER1, SER2 - 2020

Kennsluréttindi framhaldsskóla við HÍ - 2014

MA gráða í þjóðfræði við HÍ - 2013

BA gráða í þjóðfræði við HÍ - 2009

Viðskiptabraut Verslunarskóli Íslands - 2002

 
20200620_192842_edited.jpg

Höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun

Heilun

60 mínútur - 12.000 kr

 

 

Tímabókanir í gegn um tölvupóst: venus@venushealingart.com eða skilaboð á facebook síðu Venusar

20200620_192842.jpg
 
20160803_153811.jpg

Námskeið

-á teikniborðinu
 • Alþýðulækningar á Íslandi

 • Þitt eigið jurtaapótek

 • Máttur orða og hversdagsgaldrar

 • Orkubrautir og þrýstipunktar

 • Tengsl jurta og stjörnuspeki

 • Handalínulestur

 • Tarotlestur

 • Jurtasmyrsl og tinktúrur

 • Lestur stjörnukorta

 • Orka á nýju sólarári

 • Eitraðar galdraplöntur

 • Þjóðfræði plantna

 • Íslenskar lækningajurtir

 • Helgisiðir heima fyrir

 • Draumar og táknfræði

Fylgist með nýjum námskeiðum á Facebook og Instagram síðu Venusar